Þetta vax er lághitavax sem er sértaklega gott fyrir viðkvæma húð - og þá sérstaklega fyrir húð sem er gjörn á að sýna ofnæmisviðbrögð. Vaxið er án Colophony en með titanium dioxið.
Það er hægt að vaxa stærri svæði með vaxinu sem er borið á frekar þunnt, - það er mælt með þessu vaxi þegar það á að vaxa karlmenn þar sem það tekur vel, brotnar ekki og ertir ekki.
Það á ekki að nota olíu undir þetta vax - eingöngu eftir að búið er að fjarlægja hárin.
Pelables Primo Pastilles er ljósbleikt harðvax sem hefur ríkulegt magn af Titanium Dioxið sem dregur úr roða húðarinnar og álagi á hana - Sérlega mjúkt og teygjanlegt lághitavax- hentar mjög vel þar sem allur líkaminn er vaxaður reglulega, einnig á minni svæði - jasmínu ilmur - ath leiðbeiningar á poka, ekki nota prevax olíu undir- 800gr
Titanium Dioxið vaxið frá Xanitalia er sérstaklega gott fyrir viðkvæma húð. Það fæst í 100 ml fyllingu með ólíkri stærð af rúlluhaus áfastri, breiðan fyrir leggi, mjórri fyrir bikinisvæði og lítilli fyrir andlit.
Einnig er hægt að fá vaxið í 400 og 800 ml vaxdósum sem passa fullkomlega i vaxpottana frá Xanitalia.
Petit Grayn Pure Essential Oil vax inniheldur hreina kjarnoliu úr lavander sem er mjög róandi fyrir húðina og gerir vaxmeðferðina ánægjulegri.
Það fæst í 100 ml fyllingu með ólíkri stærð af rúlluhaus áfastri, breiðan fyrir leggi, mjórri fyrir bikinisvæði og lítilli fyrir andlit.
Einnig er hægt að fá vaxið í 400 og 800 ml vaxdósum sem passa fullkomlega i vaxpottana frá Xanitalia.