Depend er sænskt vörumerki sem stendur fyrir mikla litagleði, gæði og gott verð; í naglalökkum sem og gellökkum.

Depend naglalökkin finnur þú í næsta apóteki eða í Hagkaupum. Þau eru bæði til í litlu umbúðunum og svo er eins fáanleg ný gerð sem kallast 7 Day. 7 Day er gelkenndara lakk með lengri endingu og það þarf sérstakt yfirlakk yfir það.

Depend Gellack er frábær kostur þegar kemur að gellakki!

Depend starterkit 7500kr + vsk

Depend starterkit 7500kr + vsk

Depend býður uppá mjög flott og hagstæð starterkit fyrir þá sem hafa áhuga á gellökkum. Í starterkitinu, sem er á 7500 kr +vsk er ledlampi, undirlakk, yfirlakk, klísturhreinsir og þjöl. Svo er bara að velja fallega liti og byrja....

Depend gellökkin eru 5ml flöskur, eru á 750kr + vsk, og það koma nýjir litir nokkrum sinnum á ári. Við reynum að setja alltaf tilkynningu á facebook þegar bætist í hópinn.

Ef smellt er á linkinn hér fyrir neðan er sýnt skef fyrir skref hvernig á að vinna gellakkið á einfaldan hátt.

Share this page