Hjá S.Gunnbjörnsson ehf finnur þú breitt úrval tækja sem sérstaklega eru hönnuð fyrir fagmanninn. Yfirleitt eru nokkrar gerðir í boði svo auðvelt er að finna réttu gerðina sem hentar hverjum og einum. S.Gunnbjörnsson ehf er umboðsaðili fyrir meðal annars BENTLON, SILVERFOX, CLEAN & EASY.
Bauga/hrukkuvél; stórsnjallt tæki þar sem augnpadsar með háu hlutfalli virkra efna er dælt niður í gegnum húðina með blöndu af rafleiðni og hita. Húðin er hituð uppundir 42 gráður Celcius sem gerir henni kleift að meðtaka efnin og framleiða eigið kollagen.
Dermashaper; tæki sem mótar líkamann og vinnur gegn á móti uppsöfnuðu cellulite sem liggur undir húðinni. Vöðvar og sogæðakerfi er virkjað með léttum straumi á rétta staði.
Fótaðgerðaborar; við erum með nokkrar gerðir af borum sem sérstaklega henta í fótaðgerðir, bæði vatnsbora og loft.
Gufutæki; það er hægt að finna bæði gólfstandandi andlitsgufur og borðgufur hjá okkur. Flestar eru með Ozone en einnig eru til flóknari tæki þar sem gufan er hluti af stæðunni.
IPL; háreyðingatæki sem gerir varanlega háreyðingu erum við með nokkrar gerðir af. Hér er til bæði tæki sem henta fagaðila og eins tæki til heimanotkunar.
Jónunartæki; tæki sem vinna þannig að plús og mínushlaðnar jónir gera húðinni auðveldara að meðtaka innihaldsefni virku efnanna sem þú ert að vinna með.
Naglaborar; nagalfræðingurinn finnur hjá okkur margar gerðir af borum. Verð og afl þeirra er í mörgum flokkum, en gróflega er verðið frá 4000 kr+vsk til 46 000 kr +vsk.
Naglaryksugur; til að vernda bæði umhverfið og öndunarfærin er snjallt hjá naglafræðingnum að nota nagaryksugu til að soga fínasta rykið niður.
Sótthreinsitæki; það er ýmislegt í boði hér, allt frá plastsótthreinsi boxum, tau steril ofnum og yfir í professional autoclava sem dauðsótthreinsa.
Vaxtæki; við bjóðum margar gerðir af vaxtækjum, stór og lítil. Einnig erum við með vaxpotta, úr plasti og stáli, 400ml og 800ml. Nýjasta viðbótin er lítið vaxtæki sem er fyrir staka fyllingu fyrir augabrúnir, 15ml vax.
Vinnuljós; við erum með nokkrar gerðir af vinnuljósum, bæði til að festa á borð eða frístandandi. Þau eru til með venjulegum hringperum eða nýjustu gerðirnar með mjög sterkum led perum.
Vinsamlega athugið að þessi listi er langt frá því að vera tæmandi og það getur marg borgað sig að hafa samband og láta reyna á hvort tækið sem þú leitar að sé til hjá okkur.
Af gefnu tilefni viljum við árétta að ábyrgð fagtækja er 1 ár - ábyrgð nær yfir framleiðslugalla og bilanir sem upp koma en dekka ekki skaða sem hægt er að rekja til slæmrar meðferðar á tækjum -
IPL tækni er frábær kostur til varanlegrar háreyðingar. Sérstakt ljós sem ferðast ákveðna lengd niður í hársekkina kemur í veg fyrir áframhaldandi hárvöxt. Endurtaka þarf meðferðina í nokkur skipti þar sem hárin eru á ólíku vaxtarskeiði og það þarf að grípa þau á réttum stað.
Við erum með mjög öflug IPL tæki sem henta mjög vel á snyrtistofur sem sérhæfa sig í meðferðum byggðum á IPL, en það er einnig hægt að fá tæki sem henta til heimanotkunar.
Tækið hér fyrir ofan er framleitt í UK.
ATH IPL TÆKIÐ ER UPPSELT